Fornleifaskóli Barnanna


Velkominn á vefsvæði Fornleifaskóla barnanna, Kids archaeology program Iceland „KAPI“

Fornleifaskóli barnanna var stofnaður 8. mars 2007 Í Litlulaugaskóla í Reykjadal, Þingeyjarsveit.  Tilgangur Fornleifaskóla barnanna er að auka tengsl grunnskólanemenda og vísindamanna og tengja saman ólíka hópa í samfélaginu, börn og foreldra, fyrirtæki og stofnanir, vísinda- og fræðimenn.  Í Fornleifaskóla barnanna er fornleifafræði tvinnuð markvisst inn í kennslu á grunnskólastigi, jafnt vetur sem sumar, í hefðbundnu skólastarfi, opnum vinnustofum og á sumarnámskeiðum á vettvangi fornleifarannsókna.  Að fræðslunni koma innlendir sem erlendir sérfræðingar og vísindamenn sem og áhugafólk á ýmsum sviðum.

 

Er eitthvađ veđur í Reykjadal?

11. Maí 2012
Yngri hópurinn í norđangjólu og éljagangi
Er eitthvað veður í Reykjadal? Auðvitað er veður þar eins og annarsstaðar en hverskonar veður? Hvað vitum við um meðalhita, rakastig, úrkomu, vindhraða og vindátt svo dæmi sé tekið? Auðvitað vitum við heilmargt en langar að vita og skilja meira og þess vegna kom Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í heimsókn í Litlulaugaskóla þriðjudaginn síðasta 8. maí á vegum Fornleifaskóla barnanna. Tilefnið var m.a. að þann sama dag færði Fornleifaskólinn Litlulaugaskóla sjálfvirka veðurathugunarstöð til afnota en hún verður sett upp á skólalóðinni og hefjast þar með sjálfvirkar óopinberar veðurfarsmælingar í Reykjadal nemendum Litlulaugask&oac...Lesa frétt

Fornleifaskólinn kynntur í grunnskólum - KAPI introduced to primary schools

25. Nóvember 2010
Í Stórutjarnaskóla í Ţingeyjarsveit. Mynd: Jónas Reynir
Undanfarnar vikur hafa þau Sif Jóhannesdóttir og Unnsteinn Ingason frá Fornleifaskóla barnanna heimsótt nokkra skóla á starfssvæði Eyþings og kynnt verkefnið fyrir kennurum og starfsmönnum skólanna. Farið er yfir aðdraganda að stofnun Fornleifaskólans, helstu verkefni hans og hugmyndafræðina sem liggur að baki verkefninu. Viðtökur hafa verið afar góðar en tilgangur heimsóknanna er fyrst og fremst að kynna öðrum skólum verkefnið en fornleifarannsóknir eiga sér stað vítt og breytt um héraðið og því fjölmargir möguleikar til verkefna af svipuðum toga í öðrum skólum. Heimsóknaverkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings. For the last few weeks Sif J&oac...Lesa frétt

Í Glaitness grunnskólanum í Kirkwall - In Glaitness primary school in Kirkwall

12. Nóvember 2010
Lesley Mackay, Anna Karen, Unnsteinn, Ásgeir Ingi og Sif.
Lesley Mackay og nemendurnir hennar í P7 í Glaitness grunnskólanum í Kirkwall á Orkneyjum buðu útsendurum Fornleifaskóla barnanna í heimsókn og þar fræddu þau Anna Karen og Ásgeir Ingi, nemendur í Litlulaugaskóla, félaga sína um ýmislegt sem tengist Íslandi, íslensku málfari og menningu. Mikill áhugi er í Glaitness skólanum á því sem kalla mætti grenndarkennslu og nýtt eru ýmis tækifæri til að auka áhuga nemenda og tengja viðfangsefni daglegs skólastarfs við það sem er að gerast fyrir utan veggi skólans. Nokkrir nemendanna leiddu okkur síðar um skólann sem er afar vel búinn, jafnt hvað varðar skipulag og rými sem tæki, tækni og búnað. M.a. ...Lesa frétt

Í ţekkingarvíking til Orkneyja - A new viking outreach to Orkeny Islands

12. Nóvember 2010
Hópurinn viđ "The ring of Stenness", Mynd Frank Bradford.
Fyrir margt löngu herjuðu víkingar á Orkneyjum og náðu þar algerum pólitískum og menningarlegum yfirráðum um skeið. Í síðustu viku október var haldið í víking að nýju til Orkneyja en þó með nýju sniði því þá héldu þau Unnsteinn Ingason og Sif Jóhannesdóttir frá Fornleifaskóla barnanna til Orkneyja í einskonar þekkingarvíking í boði NABO, North Atlantic Biocultural Organization. Þar kynntu þau, ásamt Dr. Thomas McGovern og Dr. Sohpiu Perdikaris frá City University í New York, starfsemi Fornleifaskóla barnanna fyrir áhugasömum aðilum frá Orkney College, Glaitness primary school og fleiri stofnunum og félögum. Verulegur áhugi er ví...Lesa frétt

Vefstjóri NABO í heimsókn í Litlulaugaskóla - NABO webmaster in Litlulaugar school

12. Nóvember 2010
f.v. Baldur, Pétur, Unnsteinn, Sif og Anthony
Seint í september leit Dr. Anthony Newton frá háskólanum í Edinborg og vefstjóri NABO í heimsókn í Litlulaugaskóla og hitti stjórn og verkefnisstjóra Fornleifaskóla barnanna. NABO er regnhlífarsamtök ýmissa fræði- og vísindamanna, félaga og stofnana sem starfa að rannsóknum á Norður- Atlantshafssvæðinu og halda m.a. úti sameiginlegri vefsíðu, www.nabohome.org en þar er að finna margskonar upplýsingar um fjölmargar rannsóknir sem stundaðar hafa verið. Einnig er á síðunni að finna mikið af þeim rannsóknarskýrslum sem Fornleifastofnun Íslands ses. hefur gefið út, m.a. um rannsóknir á Norð-austurlandi sjá Lesa frétt